Facebook

Svör við algengum spurningum

Ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu þá geturðu sent okkur fyrirspurn á netfangið framtidin@framtidin.is og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Hvað er brúarlán?

Brúarlán er tímabundið lán með veði í fasteign sérsniðið fyrir þá fasteignakaupendur sem eiga fyrir eldri fasteign sem þeir hyggjast selja. Þannig veitir brúarlán einstaklingum tækifæri til að tryggja sér nýja eign án þess að þurfa að gera fyrirvara um sölu eldri eignar og veitir svigrúm til að vanda til við sölu eldri eignar.  

Af hverju brúarlán?

Upp geta komið tilvik þar sem kaup á nýrri fasteign og sala eldri eignar fara ekki saman í tíma. Brúarlán gerir þér mögulegt að tryggja þér nýja eign án þess að selja hina eldri fyrst. Dæmi um slíkar aðstæður væri ef draumaeignin kemur óvænt á sölu. Þú getur þá tryggt þér eignina með því að gera tilboð án fyrirvara um sölu á eldri eign með hárri útborgunarfjárhæð.

Þarf að fara í greiðslumat til að fá brúarlán?

Nei, þar sem brúarlán eru ekki með mánaðarlegum afborgunum er ekki þörf á að framkvæma greiðslumat.

Hver er hámarksupphæð brúarláns?

Hámarksveðsetningarhlutfall íbúðarhúsnæðis þegar ekki er um fyrstu kaup er ræða er 80%. Hámarksupphæð brúarláns ákvarðast af lausu veðrými í eldri fasteign. Því skipta áhvílandi skuldir og fasteignamat/verðmat eignarinnar höfuðmáli við ákvörðun hámarksupphæðar brúarláns.

Dæmi: Ef fasteignamat/verðmat eignar er 30.000.000 kr. og áhvílandi skuldir eru 20.000.000 kr. er mögulegt að taka brúarlán að upphæð 4.000.000 kr.

Dæmi: Ef fasteignamat/verðmat eignar er 50.000.000 kr. og áhvílandi skuldir eru 25.000.000 kr. er mögulegt að taka brúarlán að upphæð 15.000.00 kr.

Við hvað miðast verð eldri eignar?

Verð eldri eignar sem til stendur að selja miðast annaðhvort við fasteignamat eða verðmat löggilts fasteignasala. Þó eru öll verðmöt skoðuð með tilliti til nýlegra kaupsamninga á sama svæði og áskilur Framtíðin sér heimild til að víkja frá verðmati löggilts fasteignasala sé það ekki talið endurspegla markaðsverð.

Hvað er brúarlán veitt til langs tíma?

Brúarlán eru veitt til þriggja mánaða í senn með möguleika á endurnýjun þrisvar sinnum. Heildarlánstími brúarlána er að hámarki 12 mánuðir.

Hver er kostnaðurinn við brúarlán?

Lántökugjald vegna brúarlána er 168.100 kr. Kostnaður við skjalagerð er 34.900 og kostnaður við veðbandayfirlit 1.500 kr.

Hver er afgreiðslutími brúarlána?

Að því gefnu að allar upplýsingar liggi fyrir tekur útgáfa skuldabréfs örfáa daga.

Á ég möguleika á brúarláni ef ég er skráð(ur) á vanskilaskrá?

Nei, þeir sem eru skráðir á vanskilaskrá geta ekki fengið lán hjá okkur.

Hvenær eru lánin greidd út?

Brúarlánin eru greidd út um leið og veðskuldabréfs berst úr þinglýsingu.

Notendaskilmálar Samþykkja